Egill, Arnar og Mette på flak travel blog

Sammy og Lamaen

Egill

Egill og Arnar á Clifftop Walk

Fallegasta útsynið á NZ

Húmarinn

Boat Harbour


Í gærmorgun vöknuðum við við það að himininn var blár og sólin skein í heiði. Drifum okkur af stað og fórum að skoða bóndagarð. Við völdum það frekar en að fara í hvalaskoðun sem er aðaltúristaskemmtunin hér. Við sáum lamadýr, kakadúinn Sammi, svín, kanínur, naggrísi, hesta smáa og stóra, freka gæs og fleiri dýr. Egill var mjög hrifinn af öllum dýrunum bara ef þau komu ekki of nálægt. Best var þó að fara í hestvagn sem dregin var af smáhesti. Þarna voru líka nokkur eintök af litlu dýri sem kallast Chinchilla. þau eru ættuð frá S.Ameríku og eru mjög vinsæl gæludýr hér. Minna svolítið á litlu Gremlins dýrin (áður en þau breyttust í gremlins). Þessi kvikindi eru ákaflega kjarklítil, þau geta fengið hjartaáfall ef þeim bregður eða þá að hárið dettur af þeim. Og svo er þetta rándýrt.

Eftir hádegið fórum við í labbitúr á Kaikoura skaganum. Það er hægt að labba eftir fjörunni eða uppi á klettunum. Við völdum klettana því það virtist auðveldara. Egill þreittist fljótt i brekkunum þa. ég tók hann á hestbak upp mesta brattann. Hann er annars orðinn mjög duglegur að labba sérstaklega ef eitthvað gott er við hinn endann og í þetta skiptið höfðum við ákveðið að fá okkur humar.

Þetta er Crayfish á ensku eða klettahumar. Hann hefur ekki klærnar sem humarinn hefur en bragðast ekki verr fyrir það. Við fundum eintak í fiskbúð bæjarins. Veiddur og snöggsoðinn um morguninn og mjög fallegur. Aðfarirnar við átið voru frekar subbulegar en bragðið var himneskt. Svona dagar líða hratt og áður en við vissum var komið kvöld, Egill orðinn þreyttur eftir allt labbið og tilbúinn að fara að sofa um 8 leitið. Við fundum okkur tjaldstæði við Boat Harbour sem liggur ca. 20km sunnan við Kaikoura. Hér er stutt milli fjalls og fjöru. Bíllinn okkar er í 5m fjarlægð frá selunum sem sofa hér í fjörunni og síðan eru kanski 30 m uppá veg og síðan liggja lestarteinarnir alveg við veginn. Við vöknuðum við það í nótt að lestin fór hér um og bíllinn ruggaði. Mjög heimilislegt allt saman.

Í morgun þuftum við að skreppa upp til Kaikoura eftir mat og bensíni auk þess sem Egill þurfti að fá sinn daglega leikvöll. Veðrið var nú ekkert spes, það súldaði og var frekar kalt. Allt var blautt á leikvellinum þa. við fórum frekar í nokkrar túristabúðir og síðan fengum við okkur ís. Egill sá dót sem honum langaði mikið í en það er bara ekki pláss fyrir meira og það var erfitt að skilja það. Nú erum við komin til Boat harbour aftur. Egill er búinn að sofa í 2 tíma og kominn tími til að fara að vekja hann aftur. Mette er í fjöruferð að tala við selina og þegar hún kemur aftur ætlum við að setja prinsinn í sturtu.Advertisement
OperationEyesight.com
Entry Rating:     Why ratings?
Please Rate:  
Thank you for voting!
Share |