Egill, Arnar og Mette på flak travel blog

Egill á Kauri-eðlu

Ancint Kauri Kingdom trappi

Manuka


Í morgun fóru Egill og Mette í siglingu að sjá höfrunga og eyjar á Eyjaflóa (Bay of islands) . Mér leist ekki á sjóferð og varð eftir til að passa bílinn og fara á netkaffi. Það þurfti líka að ganga frá afmælisgjöfinni hans Gissurar Mána og koma henni í póst. Sjólag var með versta móti Sagði Mette eftirá og skelin skoppaði þa. ég var dauðfeginn að hafa verið í landi.

Bíllinn okkar er Toyota Hiace árg. 91 eða þub. Þetta er gamall sendiferðabíll sem hefur verið breytt í húsbíl á einfaldann hátt.

Við ætluðum upphaflega að kaupa bíl en þegar við bárum saman kostina og fengum líka þetta frábæra tilboð (1800 NZdollara= ca. 90 Þ) þá var það ekki spuning. Við losnum líka við allt vesen vegna trygginga oþh. Ef eitthvað bilar þá er þjónusta 24 tíma á sólarhring innifalin. Fyirtækið sem við leigðum hjá er búið að vera nokkur ár í Ástralíu en er nýbyrjað hér í NZ. Þeir keyptu 70 gamla sendiferðabíla og smárútur sem þeir yfifara og setja staðlaðar innréttingar í. að lokum eru bílarnir sprautaðir í skrautlegum litum og merktir Wicked Campers. Á okkar bíl er mynd af einhverri hljómsveit frá 7. áratugnum sem heiti Split Enz. Kannast einhver við hana?? Bíllin vekur mikla athygli hvar sem við komum og það er líka ákveðið öryggi fólgið í litagleðinni því ef einhver stelur dósinni er ekki séns að hann sleppi langt.

það var ekki fyrr en uppúr 3 í dag sem við höskuðum okkur af stað keyrðum til Kerikeri. Þar er elsta landnemabyggð á NZ. Hér var byggð verslun snemma á 19.öld og höfð vöruskipti við innfædda.

Sagan er blóði drifin. Ættbálkurinn sem hér bjó eignaðist mikið af byssum og notaði þær til að leggja undir sig nágrannabygðirnar.

síðar slettist uppá vinskapinn við landnema og þá voru háð nokkur stríð.

Frá því Cook fann NZ og uppgötvaði að hér uxu tré (Kauri) tilvalinn sem siglutré vegna þess hversu bein og há þau vaxa liðu aðeins tæplega 200 ár þar til flest þessara trjáa voru horfin og aðeins ræturnar eftir. þá var farið að grafa eftir trjáhvoðunni sem þótti mjög góð til að bræða niður og nota sem viðaráburð (varnish)

Trén sem höggvin voru niður í stórum stíl fram á 20 öldina voru milli 1 og 2000 ára gömul og geta orðið yfir 50m há og 14m í ummál. Það gerir þau stærstu tré í heimi hvað rúmmál varðar.

Menn vissu líka af niðurgröfnum skógi nyrst á norðurey en það var ekki fyrr en á seinni árum sem það hefur þótt haghvæmt að grafa hann upp. Raunar er um tvö lög að ræða.

neðra lagið er talið 100-150 þúsund ára og að það hafi lennt undir sjávarmáli þegar einni ísöldinni lauk. þar ofan á er ca 45.000 ára skógur sem talið er að hafi fallið undan flóðbylgju sem myndaðist þegar loftsteinn féll í Tasmanhaf. Nú er talsveður iðnaður í kring um þennann uppgröft en það er ekki fyrir hvern sem er að kaupa afurðirnar.

Eftir gott stopp í Kerikeri brunuðum við hingað til Awanui eftir kræklóttum þjóðvegi 10. Landslagið er fallegt. Hæðótt og fallega grænt en vegirnir fylgja landslaginu alveg og eru alveg hrikalega bugðóttir.Advertisement
OperationEyesight.com
Entry Rating:     Why ratings?
Please Rate:  
Thank you for voting!
Share |