Egill, Arnar og Mette på flak travel blog

Egill sjómaður

Rúta

Ágjöf

Úti í skógi

Egill að sulla


Við vöknuðum snemma í gærmorgun. Borðuðum morgunmat og gengum frá töskum í geymslu. klukkan 8:30 vorum við síðan mætt á Crown Plasa hótelið til að taka rútu til Kuala Tembeling.

Ferðin tók okkur ca.3 tíma í þessari fínu lúxusrútu. Ég hef aldrey haft svona mikið pláss fyrir fætunar áður. Í Kuala Tembeling gengum við frá leyfi til að fara inn í þjóðgarðinn og borguðum 5rm fyrir að taka myndavél með okkur. Þegar við gengum frá pakkanum í KL ákváðum við að pannta bara ferðir og gistingu. Engann mat og enga labbitúra með leiðsögn því kostnaðurinn tvöfaldaðist við það. Meðan við biðum eftir bátnum til Nusa camp vorum við alveg komin að því að láta undan sölumanni sem sagði það miklu betra að kaupa allann pakkann og hann ætlaði að skutla Mette í hraðbanka til að taka út peninga. Sem betur fer létum við ekki undan þó við værum hrædd um að þessi 250rm sem við höfðum með okkur myndu illa duga í 3 daga.

Um tvö leitið var svo farið að kalla í bátana. Þetta eru langir og mjóir bátar, ca. 1m breiðir og 12-13m langir. Við fórum í síðasta bátinn. Hann var ekki jafn drekkhlaðinn og hinir sem gerði ferðalagið þægilegra. Siglingin upp ána, 69 km, til Kuala Tahan tók tvo og hálfann tíma. Egill steinsofnaði og við hin dottuðum. Ég tók helling af myndum og notaði tímann til að lesa mér til í Lonely Planet ferðabókinni um Malasíu. Eftir örstutt stopp í Kuala Tahan silgdum við síðasta spottann til Nusa Camp.

Á leiðinni fórum við upp 3 flúðir sem var mjög spennandi.

Við komuna til Nusa Camp skráðum við okkur inn og fengum lykil að húsinu okkar. Þetta er ágætis kofi með baðherbergi og viftu. Það fyrsta sem ég tók eftir hér eru hljóðin í skóginum. Það má kalla þetta dyn. Fuglar, bjöllur, engisprettur og allskyns önnur skordýr mynda kór sem aldrei þagnar.

Eftir að hafa komið okkur fyrir fórum við að athuga með mat. Það er ágætis matsölustaður hér með úrval innlendra rétta auk einhverra vestrænna. Við ákváðum að fá okkur hamborgara og franskar sem var ok. Eftir matinn röltum við niður að hliðará og Egill fékk að busla fram í myrkur. Heima í kofa ætluðum við að setja hann í sturtu en þá kom ekkert heitt vatn. Hann fékk því kalt bað rétt til að skola mesta sandinn af. Það var erfitt fyrir hann að sofna því allir hinir krakkarnir voru úti að leika langt fram á kvöld og það var mikill hávaði í þeim.

Þessi staður er fyrir utan aðal túrista svæðið og hér er maður meira úti í skógi. Þeir eru nú að byggja stórhýsi sem á að hýsa stærri matsölu og upplýsingamiðstöð. Það passar við það sem við höfðum lesið að Taman Negara er einn af vinsælustu ferðamannstöðunum í Malasíu. Ásóknin hingað er sífellt að aukast og það kallar á meiri aðstöðu. Það hafa margir áhyggjur af þessari þróun og hvaða afleiðingar það hefur á viðkvæmt vistkerfið.

Við sváfum vært og lengi. Klukkan var orðin 9 þegar við fórum í morgunmat og við vorum mjög afslöppuð. Eftir morgunmatinn fórum við í gönguferð útí skóg. Við löbbuðum bara eins langt og Egill treysti sér og snerum síðan við. Á leiðinni sáum við falleg fiðrildi, fullt af skemtilegum laufblöðum og pínulítinn snák sem maurarnir voru að borða. Ég sá líka eðlu sem skaust yfir stíginn. Það er svalt og þægilegt inni í skóginum en mjög heitt ef maður kemur út úr skugganum. Við vorum því sveitt og þreitt þegar við komum til baka.Við fórum því beint í lækinn og busluðum góða stund. Það var búið að koma sturtunni í lag þa. við gátum skolað af okkur áður en við borðuðum síðbúinn hádegismat. Eftir matinn horfði Egill á Tarzan meðan við Mette sváfum. Þegar við fórum á kreik aftur fóru Mette og Egill út að leika en ég var latur og nennti engu. Við borðuðum svo um 6 og fórum í labbitúr niður að á. Egill varð bara pínublautur í þetta skiptið og þurfti enga hvatningu til að fara að sofa enda dauðþreittur eftir daginn.

Núna áðan heyrðum við síðan hróp og köll hér úti og var þá kominn broddgöltur á svæðið. Þetta var stórt dýr og hljóp á eftir krökkunum sem lýstu á það með vasaljósum og skemmtu sér hið besta. Við sáum brodda síðast þar sem hann vagaði inná matsölustaðinn sennilega í leit að æti.Advertisement
OperationEyesight.com
Entry Rating:     Why ratings?
Please Rate:  
Thank you for voting!
Share |